Litli Prinsinn (islandés)


Íslenska


Þetta er í mínum augum fallegasta og dapurlegasta landslag i heimi. Það er hér sem litli prinsinn birtist á jörðinni og hvarf aftur. Athugið þetta landslag gaumgæfilega til þess að vera örugg að þekkja það ef þið ferist einhvern tíma í Afríku, í eyðimörkinni. Ef það kemur fyrir ykkur að fara þar um, þá flýtið ykkur ekki, í öllum bænum hinkrið svolítið við rétt undir stjörnunni! Ef litið barn kemur þá til ykkar, ef það hlar, ef það er glóhært, ef það svarar ekki þegar það er spurt, getið þið giskað á hver það er. Og veriõ þá væn! Látið mig ekki vera svona sorgbitinn: skrifið mér fljótt að hann sé kominn aftur…